Íslenski boltinn

Björk og Inga Birna snúa aftur í Garðabæinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stjarnan hefur fengið góðan liðsstyrk í Pepsi-deild kvenna.
Stjarnan hefur fengið góðan liðsstyrk í Pepsi-deild kvenna. Vísir/Valli
Topplið Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi átök, en Björk Gunnarsdóttir og Inga Birna Friðjónsdóttir eru gengnar til liðs við félagið á nýjan leik.

Björk kemur til Garðabæjarliðsins frá Breiðabliki þar sem hún hefur leikið tvö síðustu ár. Björk hefur hins vegar ekkert spilað í sumar, en hún eignaðist barn fyrir rúmum tveimur mánuðum.

Björk, sem leikur í stöðu framherja, lék síðast með Stjörnunni tímabilið 2009 og skoraði þá 16 mörk í 18 deildarleikjum. Hún hefur leikið einn landsleik fyrir Íslands hönd.

Inga Birna kemur frá Danmörku þar sem hún hefur leikið að undanförnu. Inga Birna var í herbúðum Stjörnunnar á árunum 2006-2012 og skoraði þá 38 mörk í 103 deildarleikjum.

Hún varð Íslandsmeistari með Stjörnunni 2011 og bikarmeistari árið eftir.

Uppfært klukkan 15:40:

Helga Franklínsdóttir er einnig gengin í raðir Stjörnunnar á nýjan leik, en hún lék sjö leiki með Fjölni í 1. deildinni fyrr í sumar.

Helga lék með Stjörnunni á árunum 2009-2012 og varð á þeim tíma bæði Íslands- og bikarmeistari með Garðabæjarliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×