Lífið

Björk með Chewbacca-grímu í Tókýó

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Gríman er hönnun Neri Oxman og er afar sérstök.
Gríman er hönnun Neri Oxman og er afar sérstök. Vísir/Santiago Felipe
Í gær opnaði Björk stafrænu sýninguna BJORK DIGITAL í Tókýó, höfuðborg Japan. Björk er á ferðalagi um heiminn og hefur áður sett upp sýninguna í Sidney í Ástralíu en hún samanstendur af myndböndum í sýndarveruleika, hljóðlistaverkum, kvikmyndasal auk þess sem gestum er boðið að spila á spjaldtölvur.

Í gær flutti Björk lagið Quicksand af nýjust plötu hennar Vulnicura en sýnt var frá viðburðinum í beinni útsendingu hér á Vísi.

Björk er glæsileg með rauða höfuðfatið.Vísir/Santiago Felipe
Umhverfisvæn hönnun

En það er ekki einungis sýning Bjarkar sem vekur athygli heldur einnig þeir búningar sem hún hefur klæðst vegna sýningarinnar. Þá helst skrautlegur höfuðbúnaði hennar en söngkonan hefur verið dugleg við að skreyta höfuð sitt á nýstárlegan hátt frá útgáfu síðustu plötu.

Ein gríman þykir sláandi lík Loðinn eða Chewbacca úr Stjörnustríði eins og aðdáendur söngkonunnar hafa bent á á Fésbókar síðu hennar. Gríman er hönnuð af Neri Oxman sem er ísraelískur/bandarískur hönnuður, arkítekt og prófessor sem leggur áherslu á umhverfisvæna hönnun.

Í gær skartaði Björk annari hönnun eftir Neri sem er öllu naumhyggjulegri og sýnir betur andlit söngkonunnar, eins og sjá má hér að ofan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×