Lífið

Bjórís í sölu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hægt verður að fá ísinn í Valdísi á morgun.
Hægt verður að fá ísinn í Valdísi á morgun.
Margir Íslendingar eru sjúkir í ís og eru alltaf fleiri og fleiri sem hafa mikinn áhuga á nýjum og skemmtilegum bjórum.

Víking brugghús mun í samstarfi við ísbúðina Valdísi bjóða upp á bjórís í tilefni dagsins á morgun. Morgundagurinn er ávallt kallaður bjórdagurinn en fyrir 28 árum var bjórsala leyfð hér á landi, þann 1. mars árið 1989.

Baldur Kárason bruggari Víking brugghúss valdi þá bjóra sem hann taldi að gætu hentað í þetta og þaðan tók Jónas Haukdal ísgerðarmeistari málin í sínar hendur. Útkoman var Víking Stout ís, Víking Pils Organic ís og páskabjóra ís.

Víking Brugghús kynnti nýja bjóra á bjórfestivalinu á Kex um síðustu helgi. Þá fengu gestir að smakka þessa þrjá bjórísa og viðbrögðin voru svo góð að ákveðið var að bjóða upp á ísinn á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×