Viðskipti innlent

Björgvin Skúli hættir hjá Landsvirkjun

Haraldur Guðmundsson skrifar
Björgvin Skúli Sigurðsson, fráfarandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar.
Björgvin Skúli Sigurðsson, fráfarandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar.
Björgvin Skúli Sigurðsson hefur sagt starfi sínu sem framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar lausu.

Þetta staðfestir Björgvin í samtali við Markaðinn en vill ekki segja til um ástæðu þess að hann sagði upp. Óvíst sé hvað taki við þegar hann lætur af störfum samkvæmt starfslokasamningi síðar á árinu.

Fjögur ár eru liðin síðan Björgvin var ráðinn til Landsvirkjunar en þangað fór hann eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri hjá Deutsche Bank í London. Þar áður vann hann hjá Lehman Brothers um þriggja ára skeið og síðar hjá slitastjórn sama fyrirtækis. Markaðs- og viðskiptaþróunarsvið heyrir beint undir Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×