Handbolti

Björgvin Páll varði vel í dramatísku jafntefli Bergrischer

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björgvin Páll átti góðan dag í marki Bergrischer.
Björgvin Páll átti góðan dag í marki Bergrischer. vísir/eva björk

Þrjú íslensk mörk litu dagsins ljós í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, en tvö íslensk lið voru í eldlínunni; Bergrischer gerði jafntefli við Stuttgart og Eisenach tapaði á heimavelli fyrir Gummersbach.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk úr þremur skotum fyrir Bergrischer sem gerði 21-21 jafntefli við TVB 1898 Stuttgart á heimavelli í dag, en staðan var 13-12, Bergrischer í vil í hálfleik. Stuttgart jafnaði metin tveimur sekúndum fyrir leikslok.

Björgvin Páll átti góðan leik í markinu og varði fimmtán skot samkvæmt heimasíðu þýska sambandsins. Bergrischer er í sextánda sætinu með fimm stig, en Stuttgart sæti ofar með sex stig.

Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði eitt mark í fjögurra marka tapi THSV Eisenach gegn VFL Gummersbach, 32-28. Gummersbach leiddi með sex mörkum í hálfleik, 18-12, og sigurinn aldrei í hættu.

Eisenach er í sautjánda sætinu, næst neðsta, með fimm stig, en Gummersbach er í því tíunda með sextán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×