Handbolti

Björgvin og Sigurbjörg best í Olís-deildunum

Björgvin Hólmgeirsson.
Björgvin Hólmgeirsson. vísir/stefán
Í dag var tilkynnt um val á bestu leikmönnum og þjálfurum í Olís-deildunum á fyrri hluta tímabilsins.

Björgvin Hólmgeirsson úr ÍR var valinn bestur í Olís-deild karla og Jón Kristjánsson, þjálfari Vals, besti þjálfarinn.

Sigurbjörg Jóhannsdóttir úr Fram var valin besti leikmaður Olís-deildar kvenna og Stefán Arnarson, þjálfari Fram, besti þjálfarinn.

Einnig voru veitt verðlaun fyrir besta frammistöðu á samfélagsmiðlum og þau verðlaun fengu ÍR-ingar.

Úrvalslið Olís-deildar karla:

Markvörður: Stephen Nielsen, Valur

Línumaður: Kári Kristján Kristjánsson, Valur

Vinstra horn: Benedikt Reynir Kristinsson, FH

Vinstri skytta: Björgvin Hólmgeirsson, ÍR

Miðjumaður: Guðmundur Hólmar Helgason, Valur

Hægri skytta: Jóhann Gunnar Einarsson, Afturelding

Hægra horn: Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV

Úrvalslið Olís-deildar kvenna:

Markvörður: Florentina Stanciu, Stjarnan

Línumaður: Anna Úrsula Guðmundsdóttir, Grótta

Vinstra horn: Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram

Vinstri skytta: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss

Miðjumaður: Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Fram

Hægri skytta: Thea Imani Sturludóttir, Fylkir

Hægra horn: Karólína Bæhrenz Lárudóttir, Grótta

Úrvalslið Olís deildar kvenna #handbolti

A photo posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

Úrvalslið karla í Olís deildinni #handbolti

A photo posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×