Körfubolti

Björgvin með hundrað prósent vítanýtingu í gær | Hitti loksins eftir 21 klikk í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Hafþór Ríkharðsson í leiknum í Garðabæ í gær.
Björgvin Hafþór Ríkharðsson í leiknum í Garðabæ í gær. Vísir/Anton
ÍR-ingurinn Björgvin Hafþór Ríkharðsson hitti úr langþráðum vítaskotum í leik Stjörnunnar og ÍR í Ásgarði í Garðabæ í gær en liðin mættust þá í fimmtándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta.

Björgvin var ekki búinn að skora úr vítaskoti í tíu leikjum í röð eða síðan í síðasta leik á móti Stjörnunni sem var í lok október.

Björgvin var alls búinn að klikka á 21 vítaskoti í röð þegar hann hitti úr fyrra víti sínu á móti Stjörnunni í gær en vítanýting hans var komin niður í 9,4 prósent fyrir leikinn (2 af 32). Björgvin er með 11,8 prósent vítanýtingu eftir að þessi tvö víti fóru rétta leið (4 af 34).

Björgvin gerði gott betur en að hitta loksins úr vítaskoti á móti Stjörnunni því hann hitti úr báðum vítum sínum í leiknum og var því með hundrað prósent vítanýtingu. Hann hafði best náð 50 prósent vítanýtingu í einum leik og það var í fyrstu umferðinni.

Vítin hans komu um miðjan fyrri hálfleikinn og hann minnkaði þar muninn í 42-29. ÍR-liðið komst þó lítið áleiðs á móti sterku Stjörnuliði í þessum leik.

Björgvin Hafþór Ríkharðsson endaði leikinn með 4 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar á 21 og hálfri mínútu.

Björgvin lofaði því eftir síðasta leik fyrir áramót að hann ætlaði að vinna í vítaskotum sínum og samkvæmt þessum leik í gær þá er hann á góðri leið.

Björgvin þarf hinsvegar að hitta úr næstu 26 vítum til að komast upp í 50 prósent vítanýtingu á tímabilinu og hann þyrfti að nýta 66 víti í röð til að ná 70 prósent nýtingu.



Vítin hans Björgvins Hafþórs Ríkharðssonar í Domino´s deild karla í vetur:

Á móti Tindastóll:

Klikkaði

Hitti

Á móti FSu:

Klikkaði

Klikkaði

Á móti Grindavík:

Klikkaði

Klikkaði

Klikkaði

Á móti Stjörnunni:

Klikkaði

Klikkaði

Klikkaði

Hitti

Klikkaði (1)

Klikkaði (2)

Klikkaði (3)

Klikkaði (4)

Klikkaði (5)

Klikkaði (6)

Á móti Haukum

Klikkaði (7)

Klikkaði (8)

Klikkaði (9)

Klikkaði (10)

Klikkaði (11)

Klikkaði (12)

Á móti Hetti

Klikkaði (13)

Á móti Snæfelli

Klikkaði (14)

Klikkaði (15)

Á móti Keflavík

Klikkaði (16)

Klikkaði (17)

Á móti KR

Klikkaði (18)

Klikkaði (19)

Á móti Tindastóll:

Klikkaði (20)

Á móti Grindavík:

Klikkaði (21)

Á móti Stjörnunni:

Hitti

Hitti


Tengdar fréttir

Ingi Þór og Snæfellsstrákarnir með sterkar taugar

Snæfell vann mikilvægan sigur á Grindavík í Domino´s deild karla í körfubolta í gær en sigurvegari fékkst ekki fyrr en eftir tvær framlengingar. Það er ekkert nýtt fyrir Hólmara að fagna sigri í jöfnum leikjum á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×