Golf

Björgvin hætti keppni eftir sex holur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Björgvin Þorsteinsson hætti keppni á fyrsta hring.
Björgvin Þorsteinsson hætti keppni á fyrsta hring. vísir/gva
Björgvin Þorsteinsson, sexfaldur Íslandsmeistari í höggleik, hætti keppni eftir sex holur á Íslandsmótinu í golfi í dag.

Björgvin er krabbameinsveikur og í miðri lyfjamiðferð, en honum var engu að síður meinað að notað golfbíl á mótinu.

Í viðtali við Morgunblaðið sagðist hann ætla að reyna að ganga eins og hann gæti og láta reyna á þetta, en Björgvin hóf leik rétt fyrir hálf tíu í morgun.

Björgvin fór illa af stað og fékk fjórfaldan skolla á fyrstu holu og tvöfaldanskolla  á tveimur næstu holum. Hann hætti svo leik eftir sex holur.

Þessi 62 ára gamli kylfingur var a keppa á Íslandsmótinu 52. árið í röð, en hann er ásamt Birgi Leifi Hafþórssyni og landsliðsþjálfaranum Úlfari Jónssyni eini maðurinn sem unnið hefur mótið sex sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×