Innlent

Björgvin gerir upp bankahrunið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson. MYND/Anton Brink
Aðdragandi og eftirmálar efnahagshrunsins á Íslandi haustið 2008 er veigamikill þáttur í bók sem Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, skrifar um þessar mundir. Hann nýtur aðstoðar Karls Th. Birgissonar, blaðamanns og fyrrverandi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar, við skrifin. Til stendur að bókin komi út á haustmánuðum, eða í það minnsta fyrir jól.

„Hann skrifar bókina og ég er honum svona innan handar - í yfirlestri aðallega," segir Karl í samtali við Vísi. „Þetta er bók um síðustu þrjú ár í lífi hans og þjóðarinnar," segir Karl, aðspurður um efni bókarinnar. Hann segir að aðdragandi og eftirmálar bankahrunsins séu veigamiklir þættir í umfjöllunarefni bókarinnar. „En hann hefur nú margt annað fram að færa en bara það," segir Karl. Til dæmis hafi Björgvin fjallað mikið um Evrópumál.

Björgvin varð viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem mynduð var vorið 2007. Hann stýrði ráðuneytinu í aðdraganda efnahagshrunsins en lét af embætti helgina áður en Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin ákváðu að slíta stjórnarsamstarfi í janúar 2009.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×