Innlent

Björgunarsveitir til bjargar: Ferðamaður villtist í svartaþoku

Hjörtur Hjartarson skrifar
Björgunarsveitir fundu ferðamanninn.
Björgunarsveitir fundu ferðamanninn.
Björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli og Vík í Mýrdal voru kallaðar út á sjötta tímanum í gærkvöld eftir að ferðalangur á Fimmvörðuhálsi tilkynnti í gegnum neyðarlínuna að hann væri villtur í svartaþoku.

Hann hafi gengið í átta og væri orðinn þreyttur og skelkaður. Sími hans varð straumlaus áður en hann gat veitt frekari upplýsingar. Það voru menn frá Útivist sem voru í Fimmvörðuskála sem fundu manninn við fyrstu vörðu innan hans. Maðurinn var heill á húfi og er hann nú kominn til byggða.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×