Innlent

Björgunarsveitir til aðstoðar göngufólki

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Göngukona fékk höfuðáverka eftir eftir fall á göngu yfir Fimmvörðuháls í dag. Hún var á ferð með eiginmanni sínum á milli Morinsheiðar og Kattarhryggjar og treysti hún sér ekki til að ganga lengra.

Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu gekk fararstjóri fram á hjónin og kallaði eftir aðstoð.

Björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli og undan Eyjafjöllum voru kallaður út og eru þær komnar á slysstað. Konun verður fylgt í Bása og þaðan verður hún flutt til aðhlynningar.

Áverkar konunnar eru ekki taldir alvarlegir og gert er ráð fyrir að ferðin niður taki um eina eða tvær klukkustundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×