Innlent

Björgunarsveitir sækja tvær konur á Kristínartinda

Bjarki Ármannsson skrifar
Skaftafellsjökull.
Skaftafellsjökull. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir voru kallaðar út í kvöld til að sækja tvær konur sem villtust á Kristínartindum við Skaftafellsjökul. Björgunarsveitin Kári í Öræfum, landverðir í Skaftafelli og bíll frá Björgunarfélaginu á Höfn lögðu af stað á níunda tímanum en talið er að það taki um klukkustund að komast að konunum.

Samkvæmt tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg voru konurnar á leið niður af tindinum þegar þær lentu út af slóðanum og treystu sér ekki lengra. Þær eru í góðu símasambandi og gátu gefið nokkuð góða lýsingu á staðsetningu sinni. Veður á svæðinu er sagt gott og að ekkert ami að konunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×