Innlent

Björgunarsveitir kallaðar út vegna vélsleðaslyss

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang. Vísir/Ernir
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út vegna vélsleðaslyss á syðra Fjallabaki í dag. Vélsleðamaður slasaðist í slysinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Samferðamenn mannsins tilkynntu um slysið og voru björgunarsveitarmenn ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar á leið á vettvang þegar tilkynning um slysið var send út á öðrum tímanum í dag.

Ekki náðist í Davíð Má Bjarnason, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, við vinnslu þessarar fréttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×