Innlent

Björgunarsveitir kallaðar út vegna vélarvana báta

Atli Ísleifsson skrifar
Hátt í 30 björgunarmenn tóku þátt í þessum þremur aðgerðum sem allar gengu afar vel.
Hátt í 30 björgunarmenn tóku þátt í þessum þremur aðgerðum sem allar gengu afar vel. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út vegna vélarlausra báta á þremur stöðum á landinu í kvöld.

Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu segir að rétt fyrir klukkan átta hafi björgunarsveitin Ernir í Bolungarvík verið kölluð út vegna báts við Stigahlíð. „Var sá vélarvana og komin það nálægt landi að bráð hætta stafaði af. Björgunarmenn voru snöggir á staðinn og var þá annar bátur búinn að koma tóg í þann vélarvana. Björgunarbátur Bolvíkinga dró hann í höfn á Bolungarvík.“

Klukkan rúmlega átta var björgunarsveitin Þorbjörn kölluð út vegna vélarvana báts um átta sjómílur frá Grindavík. „Björgunarskipið Oddur Gíslason fór á staðinn og dró bátinn til Grindavíkur. Klukkan hálfníu var björgunarsveitin Ársæll kölluð út vegna vélarvana báts milli Viðeyjar og Engeyjar. Var báturinn tekinn í tog í Snarfarahöfn. Hátt í 30 björgunarmenn tóku þátt í þessum þremur aðgerðum sem allar gengu afar vel.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×