Innlent

Björgunarsveitarmenn standa vaktina á hálendi Íslands

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Smári Sigurðsson formaður Landsbjargar ásamt hálendisvakt frá Hjálparsveit skáta í Garðabæ.
Smári Sigurðsson formaður Landsbjargar ásamt hálendisvakt frá Hjálparsveit skáta í Garðabæ. vísir/una
Björgunarsveitarmenn munu standa vaktina á hálendi Íslands í sumar, ellefta árið í röð. Þörfin hefur líklega aldrei verið meiri miðað við fjölda ferðamanna.

Tilgangurinn er meðal annars að afhenda fræðsluefni um hættuna á notkun farsíma í akstri en átakið er unnið í samvinnu við Sjóvá. Ökumönnum hafa verið afhentir límmiðar með slagorðum til að segja í glugga og mælaborð, sem og einblöðung þar sem minnt er á hætturnar.

Þar segir meðal annars að sé farsími notaður undir stýri sé 23 sinnum líklegra að lenda í slysi og að ef ökumaður skrifar skilaboð undir stýri lítur hann af veginum í fimm sekúndur að meðal tali. Það merki að sé ekið á níutíu kílómetra hraða sé ekið sem jafngildir 125 metrum eða lengd heils fótboltavallar án þess að litið sé á veginn.

Rætt var við björgunarsveitarmenn í kvöldfréttum Stöðvar 2, líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×