MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 12:38

Navalny dćmdur til fangelsisvistar

FRÉTTIR

Björgunarbát stoliđ af sjúklingum

 
Innlent
10:38 31. JÚLÍ 2009
Báturinn er svipađur ţessum.
Báturinn er svipađur ţessum.

Á sunnudaginn var björgunarbát Reykjalundar á Hafravatni stolið. Vitni segja að þann dag hafi komið tveir einstaklingar á gráum Yaris og leikið sér á björgunarbátnum. Þeir voru með eigin mótor.

Skömmu eftir að þessir tveir voru búnir að leika sér kom stór grár amerískur "pick-up" með stóra kerru í eftirdragi og tók bátinn.

Bílstjórinn, sem var með fleira fólk með sér og tvo hunda, sagðist þurfa að fara með bátinn í viðgerð að sögn vitna.

Báturinn sem stolið var er svartur, harðbotna plastbátur sem var smíðaður fyrir Reykjalund.

Myndin er af eldri bát sem er heldur stærri en svipaður útlits og sá sem tekinn var. Örfáir bátar eru til á landinu af þessari gerð.

Í fréttatilkynningu frá Reykjalundi segir að róður á Hafravatni sé hluti af því endurhæfingarstarfi sjúklinga sem fram fari á Reykjalundi yfir sumartímann. Hvarf bátsins sé mjög bagalegt fyrir starfsemina þar sem ekki sé hægt að stunda róður á vatninu nema hafa björgunarbát til taks.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðnir um að hringja í síma lögreglunnar 444-1000 eða í forstöðumann heilsuþjálfunar Reykjalundar í síma 897-9443.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Björgunarbát stoliđ af sjúklingum
Fara efst