Erlent

Björgunaraðgerðir enn í fullum gangi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Enn sitja tæplega 300 fastir um borð í ferju sem varð alelda í Jónahafi í morgun. Búið er að bjarga 190 manns en afar slæmt veður er á svæðinu og erfiðlega gengur að ná í fólkið. Þyrlur og skip vinna að því að koma fólkinu úr ferjunni en vegna erfiðra aðstæðna gengur það illa. Að minnsta kosti einn er látinn og einn alvarlega slasaður.

Farþegar hafa haft samband við ástvini og fjölmiðla í dag og segja þeir ástandið skelfilegt. Hitinn á neðra þilfari sé orðinn það mikill að skór séu farnir að brenna. Úti sé nístandi kuldi og niðamyrkur.

„Við erum úti og okkur er mjög kalt. Skipið er fullt af reyk, eldurinn logar enn og gólfið sýður. Björgunarbátarnir eru farnir og við erum enn hér. Þeir geta ekki sótt okkur,“ sagði einn farþeganna í samtali við grísku sjónvarpsstöðina Mega.

Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði á Twitter í kvöld að nóttin yrði löng og þakkaði öllum björgunaraðilum kærlega fyrir. 


Tengdar fréttir

Einn látinn á Jónahafi

Að minnsta kosti einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að eldur kom upp í ferju nálægt eyjunni Korfú í Jónahafi í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×