Erlent

Björguðu stúlku sem hékk út um glugga á fjórðu hæð

Samúel Karl Ólason skrifar
Það tók um hálfa klukkustund að losa stúlkuna.
Það tók um hálfa klukkustund að losa stúlkuna.
Tveimur mönnum hefur verið lýst sem hetju í Kína eftir að þeir björguðu stúlku sem hékk út um glugga á fjórðu hæð. Höfuð stúlkunar festist í rimlum sem voru fyrir gluggunum en líkami hennar hékk í lausu lofti í mikilli hæð. Mennirir klifruðu utan á byggingunni og komu stúlkunni til bjargar.

Myndband náðist af atvikinu sem birt var í fjölmiðlum í Kína í gær.

Samkvæmt frétt Sky News heyrðu mennirnir öskur stúlkunnar og hlupu upp á þak næsta húss. Þaðan klifruðu þeir utan á húsinu að stúlkunni og tóku þeir með sér klippur. Með þeim klipptu þeir rimlana sem stúlkan var föst í, en það tók um hálfa klukkustund að losa hana.

Samkvæmt CCTV var móðir stúlkunnar í vinnunni og hún hafði læst sig inn í herberginu sem glugginn var í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×