Innlent

Björguðu hundinum Bangsa úr sprungu á Þingvöllum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bangsi ásamt eiganda sínum eftir að björgunarsveitarmenn höfðu losað hann úr prísundinni.
Bangsi ásamt eiganda sínum eftir að björgunarsveitarmenn höfðu losað hann úr prísundinni. mynd/björgunarfélag árborgar
Björgunarfélag Árborgar fékk heldur óvenjulegt verkefni í gær sem greint er frá á Facebook-síðu félagsins.

Björgunarsveitarmenn voru þá kallaðir út til að bjarga hundi sem fallið hafði ofan í sprungu á Þingvöllum. Hundurinn heitir Bangsi en fjallabjörgunarhópur fór til þess að bjarga honum.

Í færslunni á Facebook segir að verkefnið hafi tekið stuttan tíma. Björgunarmenn sigu niður í sprunguna til að ná til Bangsa sem var, eins og gefur að skilja, feginn því að losna úr prísundinni.

Fengum í gær óhefbundið en skemmtilegt verkefni þar sem að hundur féll í sprungu á Þingvöllum og var þess óskað að...

Posted by Björgunarfélag Árborgar on Monday, 29 June 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×