Viðskipti innlent

Björgólfur Thor á lista yfir ríkustu menn Bretlands

ingvar haraldsson skrifar
Björgólfur Thor Björgólfsson er einn ríkasti maður heims.
Björgólfur Thor Björgólfsson er einn ríkasti maður heims.
Björgólfur Thor Björgólfsson er á nýlegum lista TheSundayTimes yfir ríkustu einstaklingana sem búsettir eru á Bretlandi og Írlandi.

Björgólfur er í 134. sæti á listanum en auðæfi Björgólfs eru metin á 847 milljónir punda eða um 175 milljarða íslenskra króna. Björgólfur er í 6. sæti á meðal nýliða á listanum en Björgólfur er búsettur í London.



Sjá einnig: Björgólfur snýr aftur á lista yfir ríkustu menn heims



Í TheSundayTimes er sagt frá því þegar Björgólfur auðgaðist á því að selja rússneska bjórverksmiðju til Heineken á 400 milljónir dollar árið 2002. Þá hafi auðæfi Björgólfs verið mest árið 2007 þegar þau voru metin á 2 milljarða punda.

Hins vegar hafi hann tapað megninu af auðæfum sínum í hruninu árið 2008. Í kjölfarið hafi Björgólfi tekist að semja við lánardrottna sína um endurgreiðslu á skuldum sem honum hafi tekist að ljúka síðasta ári.

Þá kemur fram að megnið af auðæfum Björgólfs séu í gegnum eignarhluti sína í Actavis og fjarskiptafyrirtækinu Play.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×