Íslenski boltinn

Björgólfur Takefusa heim í Þrótt

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Björgólfur Takefusa í leik gegn Keflavík í sumar.
Björgólfur Takefusa í leik gegn Keflavík í sumar. vísir/daníel
Björgólfur Takefusa er kominn heim í Þrótt og mun leika með liðinu í 1. deild karla í fótbolta, en hann hefur fengið félagaskipti frá Fram á lánssamningi.

Björgólfur eru uppalinn Þróttari, en hann spilaði síðast með liðinu í efstu deild árið 2003 og varð þá markakóngur deildarinnar með tíu mörk.

Eins og frægt er var Þróttur efstur eftir fyrri umferðina en féll samt sem áður úr deildinni. Liðið var með tvo leikmenn sem skoruðu tíu mörk; Björgólf og Danann SörenHermansen.

Björgólfur spilaði átta leiki með Fram í Pepsi-deildinni án þess að skora mark, en hann var í röðum Vals á síðustu leiktíð. Þar entist hann einnig aðeins hálft tímabil.

Hann hefur einnig spilað með KR, Víkingi og Fylki og á að baki 116 mörk í 262 leikjum í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins sem og í bikarkeppnum.


Tengdar fréttir

Björgólfur hættur hjá Fram

Fram hefur sagt upp samningi Björgólfs Takefusa við félagið og tekur uppsögnin gildi nú þegar. Honum var tilkynnt þetta á fundi með formanni félagsins, Sverri Einarssyni, í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×