FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER NÝJAST 23:55

Kona hljóp 25 kílómetra á rangri leiđ í maraţoni

FRÉTTIR

Björgólfur Guđmundsson úrskurđađur gjaldţrota

 
Innlent
14:13 31. JÚLÍ 2009
Björgólfur Guđmundsson er gjaldţrota. Mynd/ Pjetur.
Björgólfur Guđmundsson er gjaldţrota. Mynd/ Pjetur.
Björgólfur Guðmundsson var úrskurðaður gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þetta fékk Visir.is staðfest frá Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu.

Björgólfur óskaði sjálfur eftir gjaldþrotaskiptum samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Friðgeirssyni, talsmanni Björgólfsfeðga.Gjaldþrotið nemur tæpum 100 milljörðum


„Í bréfi til Héraðsdóms Reykjavíkur gerir Björgólfur Guðmundsson grein fyrir því að frá ársbyrjun 2008 hafa persónulegar ábyrgðir og skuldbindingar hans u.þ.b. tvöfaldast vegna yfirtöku hans á ábyrgðum í þágu félaga honum tengdum og gengisfalls íslensku krónunnar og nema því nú alls um 96 milljörðum króna. Á sama tíma hafa eignir hans sem námu um 143 milljörðum króna horfið að mestu vegna yfirtöku ríkisins á hlutabréfum hans í Landsbankanum og Straumi og verulegraverðmætarýrnunar annarra fyrirtækja, sem hann var hluthafi í. Hreinar eignir hans námu í upphafi árs 2008 um 100 milljörðum króna og námu þá skuldir um 35% af heildareignum," segir í tilkynningu frá Ásgeiri Friðgeirssyni.

Heldur húsinu sínu


„Að gefnu tilefni vill Björgólfur upplýsa fjölmiðla um að heimili hans, sem orðið hefur fyrir árásum undanfarnar vikur, hefur ætíð verið í eigu konu hans en hún erfði húseignina frá foreldrum sínum sem reistu húsið fyrir röskri hálfri öld," segir í tilkynningunni
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Björgólfur Guđmundsson úrskurđađur gjaldţrota
Fara efst