Körfubolti

Björg fylgir Helgu til Grindavíkur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björg lék með KR á árunum 2012-2015.
Björg lék með KR á árunum 2012-2015. vísir/stefán
Körfuboltakonan Björg Guðrún Einarsdóttir er gengin í raðir Grindavíkur frá KR og mun leika með Suðurnesjaliðinu í Domino's deild kvenna í vetur. Þetta kemur fram á grindavik.net.

Björg, sem er 23 ára, er 1,65 metra hár bakvörður og fín þriggja stiga skytta.

Björg var með 12,7 stig, 4,6 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik með KR í fyrra en Vesturbæjarliðið hefur sem kunnugt er hætt við að senda lið til leiks í Domino's deildinni í vetur.

Björg er annar leikmaður KR sem gengur í raðir Grindavíkur en fyrr í vikunni skrifaði Helga Einarsdóttir, fráfarandi fyrirliði KR, undir samning við Grindavík.

Grindavík endaði í 4. sæti Domino's deildarinnar í fyrra en tapaði fyrir Íslandsmeisturum Snæfells í undanúrslitum úrslitakeppninnar.


Tengdar fréttir

Helga Einarsdóttir til Grindavíkur

Helga Einarsdóttir, fyrrum fyrirliði Grindavíkur, hefur ákveðið að skrifa undir samning við Grindavík og spila með liðinu í Dominos-deild kvenna á komandi tímabili.

KR segir sig úr keppni í Dominos-deildinni

Kvennalið KR verður ekki með í Dominos-deild kvenna á komandi vetri en stjórn körfuknattleiksdeildar KR ákvað í kvöld að segja sig úr keppni.

Helga Einarsdóttir: Vantaði metnaðinn hjá öllum KR-ingum

Helga Einarsdóttir, fráfarandi fyrirliði kvennaliðs KR í körfubolta, var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag en stjórn körfuknattleiksdeildar KR hefur ákveðið að draga kvennaliðið úr keppni í Dominos-deild kvenna á komandi tímabili.

Björn hættur með KR-konur

Björn Einarsson mun ekki þjálfa kvennalið KR í körfubolta á næsta tímabili eins og til stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×