Lífið

Bjórbumbur hlaupa í tilefni morgundagsins

Guðrún Ansnes skrifar
Haukur Heiðar Leifsson, rekstrarstjóri Mikkeller&Friends fékk sér í aðra tánna í tilefni opnunarinnar.
Haukur Heiðar Leifsson, rekstrarstjóri Mikkeller&Friends fékk sér í aðra tánna í tilefni opnunarinnar. Vísir/Valli
Íslenskir bjórunnendur munu spretta úr spori upp úr klukkan níu í dag. Hlaupið verður frá splunkunýrri krá, Mikkeller&Friends, við Hverfisgötu 12 og geta hlauparar valið á milli að hlaupa tvo og hálfan, eða fimm kílómetra.

„Um ræðir hefð komna frá hinum danska Mikkel Borg Bjergsø, eiganda brugghússins Mikkeller í Danmörku. En hann hefur alla tíð hlaupið mikið og hvetur aðra bjóráhugamenn til að gera slíkt hið sama til að vega upp á móti bjórþambinu,“ segir Haukur Heiðar Leifsson, rekstrarstjóri Mikkeller á Íslandi. „Allir koma svo í mark við KEX hostel þar sem hlaupagikkirnir geta svalað þorstanum með köldum bjór,“ en árleg bjórhátíð KEX stendur nú sem hæst, í tilefni af tuttugu og sex ára afmæli bjórs á Íslandi.

Ólafur Ágústsson, veitingastjóri KEX hostels, segir hátíðina ganga einkar vel „Hátíðin er nú haldin í fjórða skiptið og viðtökurnar gríðarlega góðar. Í ár komast færri að en vilja og fyrir löngu orðið uppselt.“

Ólafur segir drykkjumenningu Íslendinga hafa tekið stakkaskiptum á nokkrum árum, „bjórkreðsan á Íslandi er alltaf að stækka og Íslendingar farnir að horfa í kúltúrinn sem fylgir því að fá sér góðan bjór.“ Ólafur segir hápunkt afmælishátíðarinnar vera hve lífleg senan sé orðin hér á landi og úrvalið eftir því.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×