Erlent

Bjöllur drepa tré helgað minningu Bítils

Atli Ísleifsson skrifar
George Harrison var sérlegur áhugamaður um garðyrkju.
George Harrison var sérlegur áhugamaður um garðyrkju. Vísir/AFP
Mergð barkarbjallna og maríubjallna hafa drepið tré í bandarísku borginni Los Angeles sem helgað var minningu Bítilsins George Harrison.

Furutréð var gróðursett í Griffith Park í borginni árið 2004, en bjöllurnar gerðu sig það heimakomnar að tréð hefur nú verið úrskurðað dautt.

Harrison lést árið 2001 en bjó í Los Angeles síðustu ár lífs síns. Á vef LA Times segir að Harrison hafi verið sérlegur áhugamaður um garðyrkju.

Búist sé við að nýtt tré til minningar um Harrison verði gróðursett í garðinum á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×