Viðskipti innlent

Bjóða út greiningu á sæstreng fyrir rafmagn

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Frá lagningu sæstrengs. Mynd tengist frétt ekki beint.
Frá lagningu sæstrengs. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Landsnet
Ríkið hefur óskað eftir tilboðum í kaup á ítarlegri þjóðhagslegri kostnaðar- og ábatagreiningu á áhrifum raforkusæstrengs á íslenskt samfélag. Þetta kemur fram á vefsíðu Ríkiskaupa en þar segir að draga eigi saman þjóðhagslegan ábata og kostnað sem verður til vegna verkefnisins. Kjarninn greindi frá þessu í morgun.



Í lýsingunni á vef Ríkiskaupa segir að setja eigi upp sviðsmyndir af þróun raforkumála á Íslandi með og án sæstrengs og bera þær saman. Þar eigi til dæmis að skoða verðmætasköpun af raforkuvinnslu, áhrif á nýtingu orkuauðlinda og raforkuöryggi allra notenda á Íslandi. Þá á einnig að skoða áhættudreifingu í raforkusölu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×