Lífið

Bjóða kvenfólki að gráta gegn gjaldi

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Inni á herbergjunum má meðal annars finna sorglegar kvikmyndir.
Inni á herbergjunum má meðal annars finna sorglegar kvikmyndir. Vísir/Getty
Mitsui Garden Yotsuya hótelið í Tókýó hefur nú útbúið átta herbergi á hótelinu sem sérstök grátherbergi, sem ætluð eru konum.

Samkvæmt tilkynningu frá hótelinu sem birtist í New York Post í mánuðinum vonast aðstandendur hótelsins til þess að konur komist yfir hin ýmsu vandamál með því að gráta hressilega í þessum sérstöku herbergjum.

Yohei Ezato, talsmaður hótelsins, segir í samtali við New York Post að þar sem sífellt fleiri japanskar konur fagni mikilli velgengni á vinnumarkaði, þýði það að konur verði sífellt stressaðri og kvíðnari um leið.

Ég vil að þær konur sem reyna sitt allra besta á hverjum degi fá griðastað þar sem þær geta grátið eins og þær vilja."

Inni á herbergjunum má meðal annars finna sorglegar kvikmyndir á borð við Forrest Gump og The Notebook, förðunarhreinsi, munnþurrkur og þægileg rúmföt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×