Erlent

Bjóða konum styrk til að láta frysta egg

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Með bónus á að reyna að fá konur til að fresta barneignum.
Með bónus á að reyna að fá konur til að fresta barneignum. NORDICPHOTOS/GETTY
Facebook og Apple bjóða konum sem starfa hjá fyrirtækjunum styrk til að láta frysta egg til þess að þær geti einbeitt sér að frama sínum og stofnað fjölskyldu síðar á ævinni, að því er NBC-sjónvarpsstöðin greindi frá. Konur í fyrirtækjunum og fleiri fyrirtækjum í sama geira hafa verið í minnihluta starfsmanna og að undanförnu hefur því verið þrýst á þau að jafna kynjahlutfallið.

Þess vegna bjóða Facebook og Apple konum styrk upp á um 10 þúsund dollara til að láta frysta egg. Fyrirtækin bjóða einnig styrk til að standa straum af kostnaði við að láta geyma eggin og bjóða þess vegna allt að 20 þúsund dollara styrk.

Facebook hefur þegar greint starfsmönnum sínum frá þessum bónus og Apple hyggst gera það eftir áramót. Ekki hefur verið greint frá því í fréttum hvort karlkyns starfsmönnum verði boðið að sameina frama og fjölskyldulíf á einhvern hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×