Lífið

Bjóða heim í Bakkastofu

Baldvin Þormóðsson skrifar
Dóttir hjónanna, Vigdís Vala Valgeirsdóttir, mun kannski taka lagið í Bakkastofu.
Dóttir hjónanna, Vigdís Vala Valgeirsdóttir, mun kannski taka lagið í Bakkastofu.
„Núna um páskana erum við að bjóða foreldrum og börnum að koma og hlýða á tónlist og eiga fallega stund saman,“ segir Ásta Kristrún Ragnarsdóttir en hún var að setja á fót menningarstofuna Bakkastofan ásamt eiginmanni sínum, Valgeiri Guðjónssyni, á Eyrarbakka.

„Hann var að gefa út sína þriðju fuglaplötu, Fuglakantata sem inniheldur lög Valgeirs við ljóð Jóhannesar úr Kötlum,“ segir Ásta en hjónin búa saman í Bakkastofu á Eyrarbakka þar sem þau bjóða fjölskyldum heim til sín í vinnustofur sem þau nefna Tónlist og náttúra.

„Fuglarnir eru friðaðir hér og það er endalaust af þeim, sem er alveg yndislegt,“ segir Ásta. „Þegar fólk er búið að syngja með Valgeiri þá er hægt að fara út og njóta náttúrunnar.“

Takmarkað pláss er hjá hjónunum og því tilvalið að skrá sig á bakkastofa.is en fyrsta heimboðið er í dag klukkan tvö og verða fleiri á hverjum degi út hátíðirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×