Lífið

Bjóða förðunarnámskeið heima

Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar
Þær Guðný og Sandra bregða á leik með förðunarburstana.
Þær Guðný og Sandra bregða á leik með förðunarburstana. Vísir/Björn Árnason
Þær Sandra Dögg Tryggvadóttir og Guðný Inga Kristófersdóttir förðunarfræðingar bjóða upp á förðunarnámskeið fyrir konur sem vilja læra að farða sjálfar sig.

„Þetta er eitthvað sem okkur langaði báðar til þess að fara á, svona stutt námskeið, áður en við skráðum okkur í förðunarnám,“ segir Sandra.

Þær útskrifuðust báðar sem förðunarfræðingar frá Reykjavík Make Up School í desember og ákváðu í framhaldinu að bjóða upp á förðunarnámskeið.

„Það eru svo margar konur sem hafa áhuga á förðun, en vilja bara læra að mála sjálfar sig.“ Sandra og Guðný bjóða upp á kennslu bæði fyrir einstaklinga og hópa.

„Þú velur hvort þú vilt fá snyrtibuddukennslu, þar sem við förum í gegnum þitt dót og leiðbeinum þér með hvað þig vantar, eða hvort við erum með sýnikennslu og þá er val um hvort þú vilt læra smokey, kvöldförðun eða eitthvað annað,“ segir Sandra.

Þær byrjuðu með námskeiðin í vetur og hafa þau verið gríðarlega vinsæl. „Konur koma bæði til okkar og við förum til þeirra, og svo er líka vinsælt að bóka okkur í afmæli og saumaklúbba. Þetta er rosalega skemmtilegt og gefandi og svo lærir maður svo mikið af því að kenna öðrum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×