Innlent

Bjartsýn þrátt fyrir skuldirnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Langholtskirkja Sóknarnefndarformaður er bjartsýnn á lausn.
Langholtskirkja Sóknarnefndarformaður er bjartsýnn á lausn. vísir/gva
„Ég á von á því að þetta fari allt vel,“ segir Björg Dan Róbertsdóttir, formaður sóknarnefndar Langholtskirkju.

Fyrir rúmu ári greindi Fréttablaðið frá skelfilegri skuldastöðu Langholtskirkju. Skuldirnar námu á annað hundrað milljóna króna. Lán sem sóknin tók voru ekki í erlendri mynt, en höfðu samt hækkað verulega frá hruninu. Svo slæm var staðan að óttast var að kirkjan þyrfti að selja safnaðarheimilið. Þá átti sóknin í viðræðum við Dróma vegna skuldanna.

„Það er hálfgerð handrukkun í gangi hérna, en við trúum á upprisuna,“ sagði Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur.

Við síðustu áramót tók Hilda, dótturfélag Seðlabanka Íslands, yfir allt lánasafn Dróma og á söfnuður Langholtskirkju nú í viðræðum við Hildu. Komið er allt annað hljóð í strokkinn hjá Langholtskirkju. „Ég er bara mjög bjartsýn,“ segir sóknarnefndarformaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×