Innlent

Bjart og fallegt vetrarveður í kortunum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það viðrar vel til útivistar næstu daga.
Það viðrar vel til útivistar næstu daga. vísir/vilhelm
Ef veðurkortið fyrir klukkan 12 í dag er skoðað á vef Veðurstofu Íslands kemur í ljós að það er spáð heiðskíru veðri víða um land en í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði víða bjart og fallegt vetrarveður og hægviðrasamt út þessa viku. Hitinn verður nálægt frostmarki víðast hvar að deginum til en þó verður talsvert næturfrost inn til landsins.

Spákortið fyrir klukkan 12 á hádegi í dag.Mynd/Veðurstofa Íslands.
Veðurhorfur í dag og næstu daga eru annars þessar:

Norðaustan 3-10 metrar á sekúndu, en norðan 8-15 austast. Dálítil él norðaustan til, en annars víða léttskýjað. Hiti um og yfir frostmarki að deginum, en víða vægt frost inn til landsins. Talsvert næturfrost.

Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:

Hæg austlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað. Norðan 8-13 metrar á sekúndu austast á landinu og lítilsháttar él. Frost 1 til 12 stig, kaldast inn til landsins.

Á laugardag og sunnudag:

Austan 3-8, en 8-13 með suðurströndinni. Bjart veður norðan- og vestan til á landinu, en dálítil él suðaustanlands. Frost 0 til 7 stig, mest í innsveitum fyrir norðan. Hlýnar lítið eitt á sunnudag.

Á mánudag:

Austlæg átt, rigning eða slydda sunnan- og austanlands, en annars þurrt. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×