Íslenski boltinn

Bjarni vill ekki tjá sig um stöðu Gary Martin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gary Martin í leik með KR.
Gary Martin í leik með KR. Vísir
Staða framherjans Gary Martin er í óvissu hjá KR en hann er á óskalista annarra félaga í Pepsi-deild karla.

Martin var ekki í hópi KR sem mætti Haukum í Lengjubikarkeppni karla í gærkvöldi og sagði Baldur Stefánsson, varaformaður knattspyrnudeildar KR, að félagið hefði fengið nokkur tilboð í Martin.

Breiðablik reyndi að fá Martin síðastliðið sumar en hann hefur einnig verið orðaður við Víking og Val.

Sjá einnig: Við Bjarni tókum á þessu eins og karlmenn

Vísir hafði samband við Bjarna Guðjónsson, þjálfara KR, og spurði hvort að Martin hefði fengið leyfi til að ræða við önnur félög og hvort að áætlað væri að hann færi með í æfingaferð KR-inga til Bandaríkjanna á morgun.

„Ég get ekkert sagt um það. No comment,“ var svar Bjarna.

Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, tók í sama streng og baðst undan viðtali um málið.


Tengdar fréttir

Gary Martin verður áfram í KR

Eftir fund framherjans Gary Martin og þjálfara KR, Bjarna Guðjónssonar, er ljóst að Martin verður áfram í Vesturbænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×