Innlent

Bjarni Þór vill ákæru í Ardvis-máli vísað frá

Birgir Olgeirsson skrifar
Bjarni Þór Júlíusson.
Bjarni Þór Júlíusson. Vísir/Youtube
Bjarni Þór Júlíusson hefur krafist frávísunar á ákæru embættis sérstaks saksóknara. Bjarni Þór og Úlfar Guðmundsson eru ákærðir fyrir fjárdrátt en þeim er gefið að sök að hafa dregið sér fé með því að hafa sem fyrirsvarsmenn og prókúruhafar og Costa og Ardvis ráðstafað fjármunum þeirra í eigin þágu og til greiðslu útgjalda sem voru ótengd rekstri félaganna. Nemur upphæðin rúmlega 41 milljón króna á 6 ára tímabili, á árunum 2007 til 2012.

Bjarni er auk þess ákærður fyrir meiriháttar bókhaldsbrot í störfum sínum fyrir Costa og Ardvis fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að varðveita fylgiskjöl með fullnægjandi hætti og vanrækt að færa tilskilið bókhald fyrir félagið.

Sjá einnig:Aðstandendur Arðvis sagðir hafa nýtt sér vanþekkingu fjárfesta

Þingfesting fór fram í febrúar síðastliðnum og neituðu Bjarni Þór og Úlfar sök. Síðastliðinn fimmtudag fór fram munnlegur málflutningur varðandi frávísunarkröfu Bjarna Þórs. Hann hefur farið fram á málinu gegn  honum verði vísað frá dómi á þeim grundvelli að ákæran uppfylli ekki skilyrði sakamálalaga um að ákæran greini ekki nægjanlega glögglega þá háttsemi sem ákært er fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×