Íslenski boltinn

Bjarni tekur við KR ef Rúnar hættir - byrjaður að ræða við leikmenn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bjarni Guðjónsson
Bjarni Guðjónsson vísir/valli
Bjarni Guðjónsson, fyrrverandi fyrirliði Pepsi-deildarliðs KR, verður næsti þjálfari liðsins fari svo að Rúnar Kristinsson fái starfið hjá Lilleström sem hann er í viðræðum um, samkvæmt heimildum Vísis.

KR-ingar eru fyrir nokkru síðan byrjaðir að undirbúa sig fyrir brotthvarf Rúnars, og er Bjarni Guðjónsson næstur í röðinni.

Samkvæmt heimildum Vísis er Bjarni byrjaður að hringja í leikmenn sem KR-ingar vilja fá og láta þá vita um framtíðaráform sín, en bæði Arnþór Ari Atlason og Óskar Örn Hauksson fengu símtal frá honum.

Óskar Örn, sem var í samningaviðræðum við FH og samkvæmt heimildum Vísis nálægt því að skrifa undir hjá Hafnafjarðarliðinu, snerist hugur og skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við KR.

Þá vilja KR-ingar fá Þróttarann unga Arnþór Ara Atlason sem féll með Fram í sumar undir stjórn Bjarna Guðjónssonar.

Rúnar Kristinsson þarf að gefa KR svar í vikunni, en samkvæmt frétt íþróttadeildar í vikunni fær hann starfið hjá Lilleström og þá verður Bjarni Guðjónsson ráðinn hjá KR.


Tengdar fréttir

Bjarni hættur hjá Fram

Fram hefur staðfest það sem Vísir greindi frá fyrr í dag, að Bjarni Guðjónsson sé hættur sem þjálfari liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×