Íslenski boltinn

Bjarni tekur við ÍBV

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir
Bjarni Jóhannsson verður næsti þjálfari ÍBV samkvæmt heimildum Vísis. Líklegt er að hann skrifi undir samning í dag.

Bjarni er samkvæmt heimildum á leið til Vestmannaeyja síðdegis en hann var þar fyrr í vikunni til að ræða við forráðamenn félagsins.

Hann er þaulreyndur þjálfari sem gerði ÍBV að Íslandsmeisturum árin 1997 og 1998. Hann hefur einnig þjálfað Grindavík, Fylki, Breiðablik, Stjörnuna og nú síðast KA.

Bjarni var einnig aðstoðarþjálfari Eyjólfs Sverrissonar þegar hann var landsliðsþjálfari Íslands á sínum tíma.

ÍBV hefur verið í þjálfaraleit eftir að það varð ljóst að hvorki Ásmundur Arnarsson né Jóhannes Harðarson yrðu áfram með liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×