Íslenski boltinn

Bjarni Jóhannsson hættur með ÍBV

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarni á hliðarlínunni á dögunum.
Bjarni á hliðarlínunni á dögunum. vísir/hanna
Bjarni Jóhannsson er hættur sem þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla, en þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV nú fyrir skömmu.

Tíðindin eru afar óvænt, en Bjarni tók við liði ÍBV fyrir tímabilið. Þeir léku í bikarúrslitum á dögunum, en töpuðu þar 2-0 fyrir Val. Þeir töpuðu svo fyrir Fylki í vikunni og eru komnir í fallbaráttu.

Þjálfari kvennaliðs ÍBV og leikmaður karlaliðsins, Ian David Jeffs, og aðstoðarþjálfari karlaliðsins, Alfreð Elías Jóhannsson, taka saman við liðinu fyrst um sinn segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV.

Ekki er vitað um ástæðu þess að Bjarni sé hættur, en ÍBV er í tíunda sæti með 17 stig. Fylkir er í fallsæti með 13 stig og því hefur ÍBV dregist niður í fallbaráttuna.

ÍBV mætir Víkingi Reykjavík á útivelli á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×