Innlent

Bjarni fundar fyrst með Sigurði Inga

Birgir Olgeirsson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson. Vísir
Bjarni Benediktsson mun funda með Sigurði Inga Jóhannssyni í ráðherrabústaðnum við Reykjavíkurtjörn klukkan 17 í dag.

Þetta staðfestir Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, við í samtali við vef Morgunblaðsins.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, veitti Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, stjórnarmyndunarumboðið á Bessastöðum fyrr í dag. Sagði Bjarni í kjölfarið að hann myndi ræða við formenn allra flokka í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður en hefur ákveðið að byrja á formanni Framsóknarflokksins, Sigurði Inga, en þessir tveir flokkar voru í ríkisstjórnarsamstarfi á síðasta kjörtímabili.

Ekki hefur fengist staðfest hvort Bjarni muni hitta aðra formenn flokka í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×