Menning

Bjarni Bömmer hlustar á Take it easy

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
Ragnar Kjartansson sýnir lifandi myndlist í Skúrnum um helgina.
Ragnar Kjartansson sýnir lifandi myndlist í Skúrnum um helgina. Vísir/Daníel
Ragnar Kjartansson opnar á morgun myndlistarsýningu í Skúrnum, sem að þessu sinni er staðsettur við hús Hrafns Gunnlaugssonar á Laugarnestanga. Opnunarhelgina má sjá portrettið Bjarni Bömmer hlustar á Take it easy, þar sem Bjarni Friðrik Jóhannsson situr og hlustar á slagarann með Eagles í Skúrnum og setur hann aftur og aftur á fóninn. Ragnar verður með Bjarna og fangar portrettið í málverki. Í mánuð til viðbótar verður skrásetning gjörningsins, þ.e. málverkin, til sýnis í Skúrnum.



Í texta með sýningunni segir Ragnar: „Bjarni Friðrik Jóhannsson hefur verið kunningi minn síðan um aldamót. Bjarni var trommari í Silfurtónum, Singapore Sling og spilaði aðeins með mér í kántríhljómsveitinni Funerals þegar bassaleikarinn fór í fýlu. Fáir menn gleðja mig meira þegar ég hitti þá á förnum vegi. Ég spyr hann: „jæja, hvað segirðu?“, hann svarar: „allt ömurlegt“ eða „allt skítt“. Heiðarlegur maður í þessu skítapleisi.“



Um helgina er fólki boðið að heimsækja þá félaga í Skúrinn og er hann opinn frá klukkan 14 til 18 á morgun og frá klukkan 12 til 18 á sunnudag. Eftir það verður hægt að skoða málverkin inn um glugga Skúrsins til 1. desember.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×