Sport

Bjarki Þór mætir Procter aftur í Lundúnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bjarki Þór Pálsson fær annan séns á móti Procter.
Bjarki Þór Pálsson fær annan séns á móti Procter. mynd/hallmar freyr
Bjarki Þór Pálsson, bardagaíþróttamaður úr Mjölni, berst öðru sinni við Bretann Alan Procter á Fightstar 9 bardagakvöldinu í Lundúnum þann 22. apríl.

Bjarki og Procter mættust í desember á síðasta ári en þá var Íslendingnum dæmdur sigur eftir eftir að hann varð fyrir ólöglegu hnésparki sem varð þess valdandi að hann rotaðist.

„Að bardaga loknum þá áttu sér stað orðaskipti á samfélagsmiðlum og augljóst að báðir aðilar voru ósáttir við niðurstöðuna og vildu gjarnan báðir fá annað tækifæri til að sigra bardagann á eðlilegan hátt,“ segir í fréttatilkynningu um bardagann.

Þeir fá nú tækifæri til að berjast aftur en bardagakvöldið fer fram í Brentford Fountain Leisure Centre í Lundúnum 22. apríl.

„Ég var gróflega ósáttur við það hvernig seinasti bardagi endaði. Það er enginn bardagamaður sáttur við að sigra bardaga út af ólöglegu höggi andstæðingsins. Ég var með mikla yfirburði og var nálægt því að klára bardagann í fyrstu lotu með góðu hengingartaki en því miður þá var það bara svo seint í lotunni að bjallan bjargaði honum. Hún mun ekki gera það í apríl,“ segir Bjarki Þór.

Í fréttatilkynningunni segir að samningaviðræður eru í gangi um beina útsendingu frá bardagakvöldinu í íslensku sjónvarpi og einnig eru líkur á að fleiri íslendingar muni berjast þar. Þetta verður nánar tilkynnt þegar það liggur ljóst fyrir.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×