Bjarki Ţór berst í London í kvöld

 
Sport
22:30 10. DESEMBER 2016
Bjarki Ţór Pálsson.
Bjarki Ţór Pálsson. SÓLLILJA BALTASARDÓTTIR
Pétur Marinó Jónsson skrifar

Mjölnismaðurinn Bjarki Þór Pálsson berst sinn annan atvinnubardaga í MMA í kvöld. Bjarki berst á FightStar 8 bardagakvöldinu í London.

Bjarki Þór mætir Englendingi að nafni Alan Proctor en þetta verður fyrsti atvinnubardagi hans. Bardaginn fer fram í veltivigt og verður þriðji síðasti bardagi kvöldsins.

Bjarki Þór barðist síðast í júlí þar sem hann valtaði yfir andstæðinginn á aðeins 23 sekúndum. Það var hans fyrsti atvinnubardagi en áður hafði hann orðið Evrópumeistari áhugamanna í MMA.

Síðustu tvær vikur hefur Bjarki æft hjá SBG bardagaklúbbnum í Dublin undir handleiðslu John Kavanagh, yfirþjálfara Gunnars Nelson og Conor McGregor. Bjarki tók bardagann með tveggja vikna fyrirvara en hann var ólmur í að ná einum bardaga í viðbót áður en árið er úti og stökk því á tækifærið.

Bardaganum verður streymt í beinni á Facebook síðu Bjarka Þórs en talið er að bardagi hans byrji kl 20-21 í kvöld.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Bjarki Ţór berst í London í kvöld
Fara efst