Handbolti

Bjarki með 14 mörk í sigri Eisenach

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki Már skoraði 14 mörk í kvöld.
Bjarki Már skoraði 14 mörk í kvöld. mynd/heimasíða eisenach
Bjarki Már Elísson fór mikinn þegar Eisenach vann öruggan sjö marka sigur, 37-30, á Hüttenberg í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld.

Bjarki skoraði 14 mörk úr aðeins 17 skotum, en tvö marka hans komu af vítalínunni.

Ragnar Jóhannsson skoraði fimm mörk Hüttenberg og gaf auk þess þrjár stoðsendingar á samherja sína. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari liðsins en hann tók við Hüttenberg eftir að honum var sagt upp störfum hjá Eisenach fyrir áramót.

Emsdetten vann góðan útisigur á Bayer Dormagen, 25-31.

Anton Rúnarsson var næst markahæstur í liði Emsdetten með sjö mörk. Ernir Hrafn Arnarson skoraði fjögur en Oddur Gretarsson komst ekki á blað. Ólafur Bjarki Ragnarsson lék ekki með Emsdetten í kvöld.

Íslendingarnir hjá Aue voru áberandi þegar liðið vann eins marks sigur, 24-25, á HG Saarlouis á útivelli.

Hörður Sigþórsson skoraði þrjú mörk og þeir Árni Sigtryggsson og Bjarki Már Gunnarsson tvö hvor. Sigtryggur Rúnarsson skoraði eitt mark en faðir hans, Rúnar Sigtryggsson, þjálfar Aur. Sveinbjörn Pétursson ver mark liðsins.

Þá gerði Fannar Þór Friðgeirsson þrjú mörk fyrir Grosswallstadt gerði jafntefli við Hamm-Westfalen á útivelli, 23-23.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×