Handbolti

Bjarki Már og félagar lyftu sér upp í 2. sætið með sigri í Íslendingaslag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki Már og félagar í Eisenach eru í 2. sæti deildarinnar.
Bjarki Már og félagar í Eisenach eru í 2. sæti deildarinnar. heimasíða eisenach
Íslendingaliðin Emsdetten og Eisenach áttust við í miklum spennuleik í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld.

Heimamenn í Emsdetten voru með undirtökin í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum að honum loknum, 16-12.

Eisenach byrjaði seinni hálfleikinn af miklu krafti og náði loks að jafna í 21-21.

Lokamínúturnar voru æsispennandi en svo fór að Eisenach vann eins marks sigur, 31-32.

Bjarki Már Elísson skoraði sex mörk fyrir Eisenach en Hannes Jón Jónsson var ekki á meðal markaskorara.

Oddur Gretarsson gerði sjö mörk fyrir Emsdetten og þeir Anton Rúnarsson og Ernir Hrafn Arnarson skoruðu eitt mark hvor. Ólafur Bjarki Ragnarsson er enn frá vegna meiðsla.

Eisenach er 2. sæti deildarinnar og er í harðri baráttu um sæti í efstu deild að ári. Emsdetten siglir lygnan sjó um miðja deild.

Ragnar Jóhannsson skoraði fjögur mörk fyrir Hüttenberg sem vann afar sjö marka sigur Hamm-Westfalen, 31-24.

Hüttenberg er í 19. og næstneðsta sæti deildarinnar og er svo gott sem fallið. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×