Handbolti

Bjarki Már með stórleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fjölmargir leikir fóru fram í 2. umferð þýsku bikarkeppninni í kvöld en margir íslenskir leikmenn tóku þátt í þeim.

Eisenach komst áfram með góðum sigri á Rimper Wölfe en bæði lið leika í B-deildinni. Eisenach vann, 29-27, en fékk fimmtán íslensk mörk í leiknum. Bjarki Már Elísson skoraði tíu mörk og Hannes Jón Jónsson fimm.

Annað B-deildarlið, Emsdetten, stóð í úrvalsdeildarliði Minden en tapaði, 34-32. Ernir Hrafn Arnarson skoraði átta mörk og Oddur Gretarsson fimm.

Hannover/Burgdorf sló svo út Hamburg, 28-25, en Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði eitt mark fyrir fyrrnefnda liðið.

Þá stóð Björgvin Páll Gústavsson í marki Bergischer sem tapaði fyrir Lübbecke, 32-26. Arnór Gunnarsson skoraði ekki mark fyrir Bergischer í leiknum.

Sigurbergur Sveinsson skoraði svo þrjú mörk fyrir Erlangen sem tapaði fyrir Wetzlar, 32-26.

Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði þrjú mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen sem vann Heilbronn/Horkheim, 37-27. Alexander Petersson skoraði ekki fyrir Löwen.

Þá unnu lærisveinar Dags Sigurðssonar öruggan sigur á TUSEM Essen á útivelli, 29-21.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×