Handbolti

Bjarki Már: Komumst upp með ýmislegt í vörninni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bjarki Már átti fínan leik í vörninni.
Bjarki Már átti fínan leik í vörninni. vísir/ernir
„Þetta var skemmtilegur leikur og við fengum heldur betur að berjast mikið í dag,“ segir Bjarki Már Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir jafnteflið við Túnis á HM í handbolta í Frakklandi í dag.

„Við komumst upp með ýmislegt í vörninni og það er það sem við varnarmennirnir viljum. Það er samt ógeðslega svekkjandi að hafa ekki náð að klára þennan leik. Þetta féll bara ekki með okkur í dag, við lögðum allir allt í þennan leik“

Bjarki segir að munurinn sé bara einn eða tveir boltar sem hefðu þurft að falla með þeim í leiknum. 

„Við náðum að þétta sóknarleikinn aðeins í síðari hálfleik en hefðum þurft að nýta færin betur. Það er rosalega dýrt að misnota góð færi í svona leik.“

Hann segir að liðið sé enn í baráttunni um að ná alvöru sæti í þessum riðli.

„Þetta er ennþá óbreytt og við þurfum bara að taka þessa tvo leiki sem eftir eru.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×