Handbolti

Bjarki: Líður alltaf vel er ég spila handbolta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bjarki Már Elísson er búinn að bíða lengi eftir sínu fyrsta tækifæri á stórmóti og það kom frekar óvænt í dag. Óhætt er að segja að Bjarki hafi nýtt tækifærið vel því hann fór á kostum gegn Slóvenum.

„Ég er alveg ánægður með mína frammistöðu en ég er minnst að spá í því núna. Ég er mest svekktur með þetta tap,“ sagði Bjarki en hann skoraði sjö mörk úr átta skotum og var markahæstur í liði Íslands.

„Við vorum í hörkuleik og spila fínan handbolta gegn góðu liði. Það er svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr þessu.“

Strákarnir börðust gríðarlega og skildu allt eftir á gólfinu. Því miður dugði það ekki til og þeir fóru á stundum illa að ráði sínu á lokakaflanum.

„Við gerum klaufaleg mistök í síðustu sóknunum sem er svekkjandi. Við verðum að hrista þetta af okkur í kvöld enda mjög mikilvægur leikur á morgun gegn Túnis,“ segir Bjarki en það var ekki að sjá stress hjá honum í frumrauninni.

„Mér leið mjög vel eins og alltaf þegar ég spila handbolta. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri.“

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Arnór: Síðasti tapaði boltinn situr í mér

"Það er svolítið vonleysi og svekkelsi núna,“ segir Arnór Atlason sem átti magnaðan leik fyrir Ísland í kvöld. Stýrði sóknarleik íslenska liðsins af myndarskap og öll fjögur skot hans fóru í markið.

Vujovic: Framtíð íslenska liðsins er björt

"Ég veit ekki hvað skal segja,“ sagði þjálfari Slóvena, Veselin Vujovic, gjörsamlega búinn á því eftir hinn magnaða leik Íslands og Slóveníu í dag. Drengir Vujovic skriðu út úr höllinni með tvo punkta en það hefði ekki verið mjög ósanngjarnt ef Ísland hefði fengið annað stigið.

Ólafur: Höfum ekki tíma til að svekkja okkur

„Við vorum ekkert langt frá þessu, vorum inn í leiknum allan tímann og þetta hefði getað dottið báðum megin,“ segir Ólafur Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×