MIĐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ NÝJAST 23:36

Pyntingar og ill međferđ stađfest í Tyrklandi

FRÉTTIR

Bjarki: Ég er orđinn 100 prósent

 
Handbolti
14:23 14. JANÚAR 2016

„Ég er allur að koma til og verð í toppstandi á morgun,“ segir varnarjaxlinn Bjarki Már Gunnarsson en hann hefur verið spurningamerki í undirbúningi landsliðsins.

Bjarki hefur verið að glíma við meiðsli í nokkurn tíma en virðist vera að vinna sig út úr þeim meiðslum.

Sjá einnig: Arnór og Vignir saman í einangrun

„Ég hef ekki getað æft jafn mikið og hinir en hef getað tekið þátt í því að fara í gegnum öll kerfin og kem bara ferskur inn. Ég er ekkert að drepast í skrokknum eftir æfingar. Ég er bara orðinn 100 prósent. Annars væri ég ekkert hérna,“ segir Bjarki ákveðinn.

„Mér líst mjög vel á mótið. Það er góð stemning í hópnum og menn eru tilbúnir að gera góða hluti. Við tökum einn leik í einu og á morgun er mikilvægasti leikurinn á mótinu,“ segir Bjarki en Norðmenn bíða strákanna okkar í fyrsta leik á morgun.

Sjá einnig: Allir komust heilir frá æfingu dagsins

„Við erum búnir að leggja leikinn vel upp og vitum vel hvað við eigum að gera. Svo er bara að mæta tilbúinn í leikinn. Það er alltaf góð stemning í hópnum og það er góð orka. Við mætum tilbúnir. Það er alveg klárt.“

Sjá má viðtalið við Bjarka í heild sinni hér að ofan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Bjarki: Ég er orđinn 100 prósent
Fara efst