Enski boltinn

Bjargvætturinn Rashford | Sjáðu öll mörk gærdagsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rashford fagnar með stuðningsmönnum United.
Rashford fagnar með stuðningsmönnum United. Vísir/Getty
Chelsea og Manchester United eru með fullt hús stiga á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir þrjá leiki en bæði unnu þau leiki sína í gær.

Manchester United vann nauman sigur á Hull, 1-0, en Marcus Rashford skoraði sigurmark þeirra rauðu í uppbótartíma.

Alls fóru átta leikir fram í ensku úrvalsdeildinni í gær en dagurinn hófst með stórleik Tottenham og Liverpool sem skildu jöfn, 1-1.

Íslendingaliðin Swansea og Burnley töpuðu bæði sínum leikjum. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Swansea sem tapaði fyrir Englandsmeisturum Leicester en þetta var fyrsti sigur meistaranna á tímabilinu.

Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik er Chelsea vann þægilegan sigur á Burnley, 3-0.

Everton fer vel af stað en liðið er taplaust í þriðja sætinu með sjö stig eftir sigur á Stoke, 1-0. Þá náði David Moyes í sitt fyrsta stig sem stjóri Sunderland eftir 1-1 jafntefli gegn Southampton á útivelli.

Þá vann Arsenal 3-1 sigur á Watford og náðu lærisveinar Arsene Wenger þar með að innbyrða sinn fyrsta sigur á tímabilinu.

Þriðju umferðinni lýkur með tveimur leikjum í dag en Manchester City getur bæst í hóp toppliðanna með sigri á West Ham klukkan 15.00 í dag. West Brom og Boro eigast svo við klukkan 12.30.

Öll mörkin úr leikjum gærdagsins:

Samantekt úr leikjum gærdagsins: Stakir leikir:

Tengdar fréttir

Fyrsti sigur Arsenal á tímabilinu

Fjölmargir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag en þar ber einna helst að nefna frábæran sigur Arsenal á Watford, 3-1, á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×