Enski boltinn

Bjargvætturinn áfram á Ljósvangi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Defoe ánægður með nýja samninginn.
Defoe ánægður með nýja samninginn. mynd/heimasíða sunderland
Jermain Defoe hefur skrifað undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarliðið Sunderland. Samningurinn gildir til ársins 2019.

Defoe á stærstan þátt í því að Sunderland getur enn kallað sig úrvalsdeildarlið en hann skoraði 15 mörk fyrir Svörtu kettina á síðasta tímabili.

Sunderland var lengst af í fallsæti og í miklum vandræðum en náði að bjarga sér með góðum endaspretti þar sem Defoe fór mikinn.

Defoe kom til Sunderland frá Toronto FC í skiptum fyrir bandaríska framherjann Jozy Altidore í janúar 2014 og hefur síðan þá skorað 22 mörk í 53 leikjum fyrir félagið.

Defoe, sem er 33 ára, er ellefti markahæsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann hefur skorað 143 mörk fyrir West Ham United, Portsmouth, Tottenham Hotspur og Sunderland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×