MÁNUDAGUR 5. DESEMBER NÝJAST 23:57

Forsćtisráđherra Ítalíu segir af sér

FRÉTTIR

Bjargađi mömmu sinni frá drukknun

 
Innlent
19:07 11. FEBRÚAR 2016

Sjö ára stúlka úr Grafarvogi, Karen Sæberg Guðmundsdóttir, var í dag útnefnd skyndihjálparmaður ársins. Karen bjargaði lífi móður sinnar sem fékk flogakast í heitum potti.

112-dagurinn var haldinn hátíðlegur í dag en neyðarnúmerið fagnar tuttugu ára afmæli í ár. Að venju voru margir heiðraðir í tilefni dagsins þar á meðal skólabörn sem stóðu sig best í hinni svokallaðri Eldvarnargetraun.

Þá var Karen Sæberg Guðmundsdóttir sjö ára stúlka úr Grafarvogi útnefnd skyndihjálparmaður ársins. Karen var ásamt móður sinni og Júlíusi vini sínum að leika sér í heita pottinum í garðinum þegar móðir hennar fékk flogakast.

„Ég er með flogaveiki og fékk kast. Karen tekur eftir því og heldur höfðinu á mér uppi og rekur Júlíus með harðri hendi að fara að ná í hjálp. Hann hleypur inn og nær í pabba hennar, manninn minn,“ segir Margrét Sæberg Þórðardóttir móðir Karenar.

Karen segist strax hafa séð að eitthvað var að.

„Ég sá að hún var ekki að gera neitt og það var vatn komið upp að vörum. Þá tók ég eftir því og hélt hausnum uppi,“ segir Karen.

Gunnhildur Sveinsdóttir verkefnastjóri hjá Rauða krossinum segir að Karen hafi sýnt mikið snarræði.

„Að hún skuli  taka eftir þessu og átta sig á því að það er mikilvægt að taka hana upp úr vatninu og halda höfðinu uppi og svo biðja um aðstoð, það er ekki hvaða barn sem er sem getur þetta,“ segir Gunnhildur
 
 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Bjargađi mömmu sinni frá drukknun
Fara efst